Hoppa yfir valmynd
2. desember 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Um Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, að gefnu tilefni

Velferðarráðuneytið vill koma á framfæri leiðréttingum vegna frétta Eyjafrétta og ummæla bæjarstjórans í Vestmannaeyjum þess efnis að til standi að loka starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar í bænum.

Ráðuneytið vill koma því á framfæri að engin áform eru uppi um slíkt né er gert ráð fyrir að breytingar verði á þjónustustigi við íbúa Vestmannaeyja. Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum er lítil stofnun að umfangi en gegnir mikilvægu öryggishlutverki á staðnum. Lega eyjanna gerir meiri kröfur til viðbúnaðar á staðnum en almennt gengur og gerist á stofnunum af sambærilegri stærð. Sem fyrr verður því rekin á stofnuninni sama þjónusta og áður, þar með talið skurðstofa.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum