Hoppa yfir valmynd
13. desember 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ísland í forystu í Samtökum evrópskra geislavarnastofnana

Sigurður Magnússon
Sigurður M. Magnússon

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, var á fundi forstjóra evrópskra geislavarnastofnana í Bern þann 8. desember kjörinn formaður samtaka þeirra til þriggja ára.

Sigurður tekur við formennskunni 1. janúar 2012, að því er segir í frétt á vef Geislavarna ríkisins. Þar er haft eftir honum að á næstu árum verði
aukin samræming á viðbúnaðar- og viðbragðsáætlunum í Evrópu á grundvelli reynslunnar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima eitt helsta verkefni samtakanna.

Í fréttinni kemur einnig fram að geislavarnastofnanir í Evrópu eigi með sér margþætt samstarf, bæði formleg og óformlegt. Til að styrkja samstarf stofnananna hafi fyrir nokkrum árum verið ákveðið að stofna Samtök evrópskra geislavarnastofana – HERCA.

Auk Evrópusambandsins og aðildarríkja þess taka Ísland, Noregur og Sviss virkan þátt í starfi samtakanna. Markmið þeirra er að stuðla að sem bestum geislavörnum í öllum löndum Evrópu.

Frétt á vef Geislavarna ríksisins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum