Hoppa yfir valmynd
21. mars 2012 Heilbrigðisráðuneytið

Ný sjónarhorn og leiðir til bættrar geðheilsu

BaettGedheilsa21032012
Skýrsla um verkefnið

Árið 2009 samþykkti Norræna ráðherranefndin tillögu Íslands, sem þá fór með formennsku í nefndinni, um að beina sjónum að geðheilbrigðismálum. Ráðist var í rannsóknarverkefni með áherslu á að skoða óhefðbundnar aðferðir í meðferð og stuðningi við fólk með geðraskanir og langvinna geðsjúkdóma með hugmyndafræði og aðferðir valdeflingar í brennidepli. Skýrsla um verkefnið er komin út og ber hún titilinn Ný sjónarhorn og leiðir til bættrar geðheilsu.

Tilgangur verkefnisins var að:

  • Fjalla um nýjungar og þróun í þjónustu og meðferð einstaklinga með geðræna sjúkdóma.
  • Afla upplýsinga um hvernig og að hve miklu leyti opinberir aðilar og eða félagasamtök nota valdeflingu og reynslu þeirra af því.
  • Afla upplýsinga um þátt frjálsra félagasamtaka í þjónustu við geðsjúka/fatlaða á Norðurlöndum og hvernig hið opinbera styður slíkt starf.

Í stjórn verkefnisins sátu fulltrúar frá Danmörku, Íslandi og Noregi og var aflað upplýsinga frá þessum þremur löndum.

Helstu niðurstöður eru að á síðasta áratug hafi mikil gróska og fjölbreytileiki einkennt nýjungar og þróun úrræða í geðheilbrigðisþjónustu í löndunum þremur. Áhersla sé á hugmyndafræði og aðferðir valdeflingar hjá félagasamtökum, stofnunum og í opinberri þjónustu en að aðkoma notenda sé mismikil. Einnig kemur fram mismunandi skýr tilvísun í stefnu og stuðning stjórnvalda í nýjum verkefnum sem og í tengingum milli fjárveitinga annars vegar og mats- eða úttekta hins vegar. Í skýrslunni er meðal annars bent á mikilvægi heildstæðrar stefnu í þjónustu við fólk með geðraskanir og áhrifa sem slík stefnumörkun hefur á þróun og áherslur úrræðanna í Danmörku og Noregi en ekki á Íslandi.  

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd gefur skýrsluna út en hún er unnin fyrir velferðarráðuneytið og verkefnið styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Skýrslan er gefin út á íslensku og norsku.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum