Hoppa yfir valmynd
23. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hátt í 900 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Velferðaráðuneytið og Vinnumálastofnun standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga,  fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til átaks af þessu tagi.

Ráðningartíminn er tveir mánuðir í júní og júlí. Skilyrði fyrir ráðningu námsmanna er að þeir séu á milli anna í námi en atvinnuleitendur þurfa að vera tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og á skrá Vinnumálastofnunar. Störfin verða auglýst síðar í apríl.

Til verkefnisins renna 380 milljónir króna samtals úr Atvinnuleysistryggingasjóði og ríkissjóði.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum