Hoppa yfir valmynd
26. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Fundur um mannréttindi geðsjúkra 29. mars

Á réttargeðdeildinni á Kleppi
Á réttargeðdeildinni á Kleppi

Fjallað verður um mannréttindi geðsjúkra og sérstaklega rætt um nauðungarvistanir á grundvelli lögræðislaga á fundi um mannréttindamál sem innanríkisráðuneytið stendur fyrir 29. mars í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindamálum.

Innanríkisráðuneytið hóf fyrir áramót fundaröðina um mannréttindamál í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Fundaröðin er hluti af viðleitni ráðuneytisins til að tryggja að  stefnumótun í svo margþættum og mikilvægum málaflokki sem mannréttindi eru eigi sér ekki aðeins stað innan veggja ráðuneyta heldur í samstarfi og í beinum tengslum við hagsmunaaðila, fræðasamfélag og síðast en ekki síst almenning. Fundurinn um mannréttindi geðsjúkra er fjórði fundurinn í fundaröð ráðuneytisins.

Fundurinn verður haldinn í Iðnó í Reykjavík klukkan 8.30 til 10.30 og er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum