Hoppa yfir valmynd
22. maí 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Íslenskur fulltrúi í stjórn Alþjóðageislavarnasamtakanna

Sigurður Magnússon
Sigurður M. Magnússon

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, var kjörinn í stjórn Alþjóðageislavarnasamtakanna á 13. alþjóðlegu ráðstefnu samtakanna var haldin í Glasgow í liðinni viku. Samtökin starfa í yfir 80 löndum með það að markmiði að vera sameiginleg rödd þeirra sem starfa á þessu sviði og stuðla að sem bestum geislavörnum um allan heim.

Alþjóðageislavarnasamtökin (International Radiation Protection Association, IRPA) voru stofnað árið 1964. Samtökin standa fyrir fjölmennum alþjóðlegum ráðstefnum um geislavarnir á fjögurra ára fresti auk svæðisbundinna ráðstefna sem haldnar eru árlega. Helsta viðfangsefni ráðstefnunnar í Glasgow var kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan í fyrra, afleiðingar þess og hvaða lærdóm má af því draga. Einnig voru til umfjöllunar geislavarnir í læknisfræði en notkun geislunar í læknisfræði hefur aukist verulega á undanförnum árum. Næsta alþjóðlega ráðstefna samtakanna verður haldin í Suður - Afríku árið 2016, en svæðisráðstefna Evrópufélaganna verður haldin í Genf árið 2014.

Kjörtímabil Sigurðar í stjórn Alþjóðageislavarnasamtakanna er til ársins 2020. Í desember síðastliðnum var Sigurður kjörinn formaður Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) frá 1. janúar 2012 til þriggja ára. Auk Evrópusambandsins og aðildarríkja þess taka Ísland, Noregur og Sviss virkan þátt í starfi samtakanna en markmið þeirra er að stuðla að sem bestum geislavörnum í öllum löndum Evrópu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum