Hoppa yfir valmynd
12. október 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Talsmenn Tilveru hittu velferðarráðherra í tilefni vitundarvakningar um ófrjósemi

FFrá heimsókn Tilveru í velferðarráðuneytiðulltrúar Tilveru, samtaka um ófrjósemi, hittu Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í vikunni í tengslum við vitundarvakningu sem samtökin hafa efnt til í því skyni að vekja umræðu og athygli á því hvað ófrjósemi geti haft í för með sér.

Katrín Björk Baldvinsdóttir, formaður Tilveru, afhenti ráðherra kort með stuttum frásögnum íslenskra para sem glímt hafa við ófrjósemi, auk samantektar með ýmsum upplýsingum um ófrjósemi og tæknifrjóvganir. Markmið samtakanna er að koma á framfæri upplýsingum og fróðleik til stjórnvalda og almennings um aðstæður fólk í þessum sporum. Samtökin telja skort á þekkingu valda því að stjórnvöld og almenningur sýni þessu málefni ekki nægan skilning og því vilja þau breyta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum