Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku samstarfi

Evrópusamvinna 2013
Evrópusamvinna 2013

Á morgun, 17. janúar, verður haldin kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi á Háskólatorgi. Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á öllum sviðum menntamála, æskulýðsstarfs, rannsókna, vísinda, nýsköpunar, menningar og atvinnulífs. Einnig verða kynntar nokkrar norrænar áætlanir. Fólk er hvatt til að mæta og kynna  sér þá fjölbreyttu möguleika sem standa til boða.

Af verkefnum og áætlunum sem tengjast beint málefnasviðum velferðarráðuneytisins má nefna EURES – Evrópska vinnumiðlun, Jafnréttis og vinnumálaáætlunina PROGRESS sem velferðarráðuneytið hefur umsjón með og einnig Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins.


 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum