Hoppa yfir valmynd
6. maí 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Loftgæði og lýðheilsa í brennidepli

Þorsteinn, Árný, Sigurður og Guðrún sátu fyrir svörum fundarmanna í lok málþingsins.Góður rómur var gerður að málþingi um loftgæði og lýðheilsu sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið stóðu fyrir á Nauthóli í Öskjuhlíð fyrir skömmu. Á þinginu var fylgt úr hlaði nýju riti stýrihóps á vegum ráðuneytanna þar sem fjallað er um sama efni og tillögur um úrbætur lagðar fram.

Á málþinginu var fjallað um áhrif loftgæða á heilsufar, loftgæði innandyra og áhrif þeirra á vellíðan og heilsu, loftgæði utandyra og þróun loftmengunar síðustu ár og hvaða aðgerðir eru mögulegar til að bæta loftgæði enn frekar.

Fyrirlesarar voru Sigurður Þór Sigurðarson, yfirlæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða. Að loknum erindum sátu þau fyrir svörum fundargesta.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum