Hoppa yfir valmynd
23. maí 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2013

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra úthlutaði í byrjun maí sl. úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2013. Ráðherra veitir úr sjóðnum árlega samkvæmt lögum um málefni aldraðra að fengnum tillögum samstarfsnefndar um málefni aldraðra sem fer með stjórn sjóðsins.

Auglýst var eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra í byrjun janúar og rann umsóknarfrestur út 3. febrúar. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra skilaði ráðherra tillögum sínum um úthlutanir 23. apríl síðastliðinn og var úthlutun ráðherra í samræmi við þær.

Alls var úthlutað um 366 milljónum króna til 12 verkefna sem stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra. Hæstu framlögin fóru til verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Rúmar 100 milljónir króna til breytinga og endurbóta á Hrafnistu í Reykjavík, 95 milljónir króna til byggingar þjónustumiðstöðvar á vegum Reykjavíkurborgar í Spönginni og 85 milljónir króna til Hrafnistu – Sjómannadagsráðs vegna þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum