Hoppa yfir valmynd
6. júní 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra heimsótti Landspítala

Jóhann Jónsson, skurðlæknir. Sveinn Magnússon skrifstofustjóri, Björn Zoëga forstjóri og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Jóhann Jónsson, skurðlæknir. Sveinn Magnússon skrifstofustjóri, Björn Zoëga forstjóri og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heimsótti í dag starfsstöðvar Landspítala á Landakoti, við Hringbraut, í Fossvogi og á Kleppi. Ráðherra ræddi við starfsfólk og kynnti sér starfsemina.

Landspítalinn er einn stærsti vinnustaður landsins. Þar starfa tæplega 4.700 starfsmenn í rúmlega 3.600 stöðugildum. Árið 2012 leituðu um 106.500 sjúklingar til spítalans. Fjöldi legudaga var um 213.000. Rekstrarkostnaður síðasta árs var tæpir 40 milljarðar króna. Verulega hefur verið dregið úr fjárframlögum til sjúkrahússins á liðnum árum en árið 2008 var rekstrarkostnaðurinn tæpir 50 milljarðar króna á uppreiknuðu verðlagi ársins 2012.

Ráðherra á tali við Pálma Jónsson yfirlækni öldrunarlækningaHeimsókn ráðherra hófst á Landakoti þar sem Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Lyflækningasviðs og Pálmi V. Jónsson yfirlæknir öldrunarlækninga sögðu frá starfseminni. Læknisþjónusta, meðferð og endurhæfing á Landakoti er fjölþætt en hefur ávallt það meginmarkmið að auka hæfni fólks til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og auka líkamlega, andlega og félagslega færni eins og Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri, Kristján Þór Júlíusson ,Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri bráðasviðs, Ragna Gústafsdóttir deildarstjórikostur er. Á Landakoti eru deildir þar sem sinnt er almennum öldrunarlækningum og hjúkrunardeild ætluð þeim sem lokið hafa meðferð og endurhæfingu og bíða eftir varanlegri dvöl á hjúkrunarheimili. Á göngudeild er byltu- og beinverndarmóttaka þar sem veitt er sérhæfð meðferð og fræðsla og þar er einnig móttaka fyrir aldraða með geðræn vandamál. Á heilabilunardeild er veitt sérhæfð meðferð og endurhæfing vegna sjúkdóma sem valda skerðingu á heilaUndirbúningur fyrir skurðaðgerðstarfsemi.

Næst var haldið á Landspítala við Hringbraut þar sem ráðherra skoðaði Barnaspítala Hringsins, skurðstofur, gjörgæslu og röntgendeild og ræddi við starfsfólk. Á vökudeild barnaspítalans hitti hann meðal annarra Árna Björn og Guðrúnu Ósk með litlu dóttur sína Halldóru Maríu sem fæddist 29. maí (sjá mynd neðst í texta).

Húsnæðismál Landspítala bar oft á góma þegar ráðherra ræddi við starfsfólk í heimsókninni þar sem bent var á að viðhaldi væri áfátt og víða mikil þrengsli. Einnig kom fram að vaxandi álag væri vegna skorts á hjúkrunarrýmum sem leiddi til þess að fólk sem lokið hefði meðferð og endurhæfingu þyrfti að bíða á sjúkrahúsinu eftir varanlegri dvöl á hjúkrunarheimili. Að jafnaði væru þetta 40-50 einstaklingar.

Páll Matthíasson segir heilbrigðisráðherra frá starfseminni á KleppiAð lokum lá leiðin inn á Klepp þar sem Páll Matthíasson framkvæmdastjóri Geðsviðs Landspítala sagði frá starfseminni þar og sýndi ráðherra tvær geðdeildir, annars vegar sérhæfða geðdeild fyrir alvarlega geðsjúka einstaklinga sem þurfa á langtímameðferð að halda, hins vegar réttargeðdeildina sem sinnir ósakhæfum geðsjúkum einstaklingum og veitir þeim endurhæfingu þannig að þeir geti farið aftur út í samfélagið.

Kristján Þór ásamt Árna Birni og Guðrúnu Ósk með dóttur sína Halldóru Maríu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum