Hoppa yfir valmynd
18. júní 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Þriggja ára áætlun um sjálfbæra norræna velferð ýtt úr vör

Karsten Hansen heilbrigðisráðherra Færeyja, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Íslands og Steen Lynge heilbrigðisráðherra Grænlands
Karsten Hansen heilbrigðisráðherra Færeyja, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Íslands og Steen Lynge heilbrigðisráðherra Grænlands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sat fund norrænna heilbrigðis- og félagsmálaráðherra í Stokkhólmi í liðinni viku. Á fundinum var ýtt úr vör þriggja ára áætlun um sjálfbæra norræna velferð sem Norðurlandaþjóðirnar munu vinna að sameiginlega. 

Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir um margvísleg úrlausnarefni sem þjóðirnar vinna að hver um sig vegna lýðfræðilegra breytinga, hnattvæðingar og fjármálakreppu. Þeirra mat er að Norðurlöndin geti náð meiri árangri ef þau hjálpast að við endurnýjun og þróun velferðarkerfanna og um það snýst áætlunin sem hófst formlega með fundi þeirra. Til að efla samstarfið hefur framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar verið falið að láta gera könnun á því í hverju tækifæri til aukins norræns samstarfs á sviði félags- og heilbrigðismála eru helst fólgin. Áætlað er að tillögur um samstarf liggi fyrir árið 2014.

 Frá Norræna ráðherrafundinum í Stokkhólmi /Mynd Regeringskansliet

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum