Hoppa yfir valmynd
27. júní 2013 Forsætisráðuneytið

Jafnt hlutfall kynja í nefndum og ráðum velferðarráðuneytisins

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Hlutfall kynja í nefndum og ráðum velferðarráðuneytisins hefur verið nánast jafnt síðastliðin tvö ár. Ráðuneyti skulu birta upplýsingar um hlut kynja í nefndum og ráðum samkvæmt þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi 19. maí 2011 og eru upplýsingar velferðarráðuneytisins birtar hér að neðan. 

Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.

Hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum á vegum velferðarráðuneytisins sem skipaðar voru árið 2012 var 48,3% karlar og 51,7% konur. Árið 2011 var hlutfallið 49,8% karlar og 50,2% konur í nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins.

Í töflum hér að neðan er yfirlit yfir nefndir, ráð og stjórnir velferðarráðuneytis fyrir árin 2011 og 2012. Félags- og tryggingamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneytið sameinuðust 1. janúar 2011:

Samtals fjöldi fulltrúa

Ár Konur Karlar Heild Hlutfall kvenna Hlutfall karla
2011 405 379 784 51,7% 48,3%
2012 419 391 810 51,7% 48,3%

Samtals fjöldi í nýjum nefndum

Ár Konur Karlar Heild Hlutfall kvenna Hlutfalla karla
2011 137 136 273 50,2% 49,8%
2012 104 97 201 51,7% 48,3%

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum