Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2013 Innviðaráðuneytið

Námskeið og próf til réttinda fyrir rekstur leigumiðlunar

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við velferðarráðuneytið auglýsir námskeið og próf til réttinda fyrir rekstur leigumiðlunar í september. Skráning á námskeiðið fer fram á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994 mega þeir einir reka miðlun um leiguhúsnæði, þ.e. koma á leigusamningi, annast framleigu eða skipti á leiguhúsnæði, sem hlotið hafa til þess sérstakt leyfi velferðarráðherra. Prófnefnd leigumiðlara sér um að halda námskeið og próf í leigumiðlun í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Þeir aðilar sem standast slíkt próf geta síðan sótt um leyfi velferðarráðherra til leigumiðlunar og er starfsheiti þeirra leigumiðlari. Einu aðilarnir sem undanþegnir eru slíku prófi eru lögfræðingar. Aðrir aðilar sem ætla sér að reka leigumiðlun þurfa því að standast próf í leigumiðlun. 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum