Hoppa yfir valmynd
14. október 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Bein útsending frá málþingi um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Málþing um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fer fram í dag, mánudaginn 14. október frá kl. 10-17. Árið 2012 samþykkti Alþingi framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til tveggja ára og á málþinginu verður leitast við að fá fram umræðu um málaflokkinn á breiðum grundvelli og að þátttakendur deili hugmyndum og læri hver af öðrum. Þá verður leitast við að fá fram sjónarmið um það sem betur má fara og umræður um hvernig bregðast megi við og bæta úr.

Hægt er að fylgjast með því sem fram fer í beinni útsendingu á vef velferðarráðuneytisins og auk þess verða upptökur frá þinginu aðgengilegar á vefnum eftir þingið. Dagskrá má nálgast hér.

-Upptökur frá ráðstefnunni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum