Hoppa yfir valmynd
18. október 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Félagsvísar uppfærðir og  endurútgefnir

Vísir
Visir

Félagsvísar, sem eru safn tölulegra upplýsinga um velferð, efnahags- og félagslega þætti og heilsufar íbúa í landinu, hafa verið uppfærðir og birtir í skýrslu. Vísarnir draga upp mynd af þróun samfélagsins og lífsgæðum landsmanna og auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þjóðfélagsþróun og samfélagsbreytingum.

Í Félagsvísunum sem voru fyrst gefnir út í febrúar árið 2012, er meðal annars að finna upplýsingar um félagslegar aðstæður, heilsu, tekjur, afkomu, menntun og viðhorf og væntingar landsmanna á ýmsum sviðum. Félagsvísunum er ætlað að varpa ljósi á þjóðfélagsaðstæður á hverjum tíma og aðstæður ólíkra  þjóðfélagshópa.

Markmið með gerð Félagsvísa er að draga upp mynd af samfélagsþróun og lífsgæðum fólks. Í Félagsvísunum eru aðgengilegar á einum stað upplýsingar sem auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þjóðfélagsþróun og samfélagsbreytingum.

Félagsvísarnir ná yfir að minnsta kosti tíu ára tímabil í öllum þeim þáttum þar sem því er viðkomið, meðal annars til að gera mögulegan samanburð milli tímabila. Sem dæmi um félagsvísa má nefna þróun greiðslubyrði og meðaltekna heimila, þróun ráðstöfunartekna lífeyrisþega, þróun fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, þróun skólasóknar og brautskráningar á framhaldsskóla- og háskólastigi, þróun húsnæðisstöðu,  þróun atvinnuþátttöku eftir kyni og menntunarstigi, þróun menntunar atvinnuleitenda, þróun tauga- og geðlyfjanotkunar, þróun ADHD lyfjanotkunar barna, sjálfmetið heilsufar eftir tekjum, þróun innlagna vegna vímuefnavanda, þróun í áhættuhegðun barna, þróun barnaverndartilkynninga, þróun trausts til  stjórnvalda, þróun útgjalda ríkis og sveitarfélaga til einstakra málaflokka og svo mætti lengi telja. Alls eru í skýrslunni birtir félagsvísar í um 160 myndum og töflum.

Í júní árið 2012 var gerður samningur milli velferðarráðuneytisins og Hagstofu Íslands sem felur í sér að Hagstofan mun í framtíðinni annast uppfærslu og birtingu Félagsvísanna og er unnið að verkefninu hjá stofnuninni.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum