Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2013 Forsætisráðuneytið

Nýr upplýsingavefur aðgerðahóps um launajafnrétti

Jafnrétti
Jafnrétti

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti hefur opnað upplýsingavef um helstu verkefni sem hópurinn vinnur að og framvindu þeirra.

Á upplýsingavefnum er fjallað um tilurð aðgerðaáætlunar um launajafnrétti og skipan aðgerðahópsins. Fundargerðir hópsins eru birtar auk þess sem fjallað er um áhugavert efni og vísað í fróðleik um jafnréttismál á íslenskum vinnumarkaði og einnig hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Jafnframt er fjallað um nýlegar launakannanir og launarannsóknir og vísað er á efni um sambærileg verkefni hjá öðrum þjóðum.

Samkvæmt erindisbréfi eru verkefni aðgerðahópsins meðal annars að;

  • vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun,
  • framkvæma tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals,
  • annast gerð áætlunar um kynningu og innleiðingu jafnlaunastaðalsins,
  • standa fyrir sérstöku kynningarátaki og ráðgjöf í fyrirtækjum og stofnunum gegn kynbundnum launamun,
  • annast gerð kynningarefnis um markvissar aðgerðir til að draga úr launamisrétti.

Rósa Guðrún Erlingsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu lífskjara og vinnumála hjá velferðarráðuneytinu, starfar með aðgerðahópi um launajafnrétti og veitir allar nánari upplýsingar um starfsemina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum