Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Samið um sjúkraflutninga á Vestfjörðum

Þröstur Óskarsson og Daníel Jakobsson við undirritun samningsins í dag
Þröstur Óskarsson og Daníel Jakobsson við undirritun samningsins í dag

Heilbrigisstofnun Vestfjarða og Ísafjarðarbær hafa gert með sér samning um að Slökkvilið Ísafjarðar annist sjúkraflutninga á þjónustusvæði stofnunarinnar sem nær frá Ísafjarðará í Ísafirði til Dynjandisheiðar í Arnarfirði. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest samninginn sem gildir til ársloka 2018.

Útvegun og rekstur bifreiða og tækjabúnaðar til sjúkraflutninganna verður á hendi Rauða kross Íslands í samræmi við samning Sjúkratrygginga Íslands við Rauða krossinn.

Þröstur Óskarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarbæjar, undirrituðu samninginn um sjúkraflutningana í morgun. Báðir lýsa þeir ánægju með samninginn. Óvissu hafi verið eytt og tryggð áframhaldandi góð þjónusta Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar sem hefur annast sjúkraflutninga á svæðinu um árabil. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum