Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2014 Forsætisráðuneytið

Leiðir til að fjölga konum í hefðbundnum karlastörfum

Launajafnrétti - lógó
Launajafnrétti - lógó

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins morgunverðarfundar um konur í hefðbundnum karlastörfum miðvikudaginn 26. febrúar. Markmið fundarins er að efna til umræðu um mögulegar leiðir til að fjölga konum á fagsviðum þar sem karlar hafa verið í meirihluta.

Aðgerðahópur um launajafnrétti kynja var skipaður í lok árs 2012 til þess að vinna að jafnlaunamálum. Verkefni hópsins eru meðal annars að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun, annast framkvæmd tilraunaverkefnis um innleiðingu jafnlaunastaðals ÍST-85:2012 og annast upplýsingamiðlun og ráðgjöf um launajafnrétti kynjanna til stofnana og fyrirtækja. Eitt verkefna aðgerðahópsins er að stuðla að aðgerðum sem draga úr kynjaskiptingu starfa á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna benda til þess að engin ein aðgerð sé líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.

Á fundinum mun Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, fara yfir stöðu jafnréttismála innan lögreglunnar. Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, mun fjalla um hvers vegna nauðsynlegt er að vera með jafnt kynjahlutfall í verkfræði og náttúruvísindum og hvað virkar í þeim efnum. Að því loknu verða pallborðsumræður um málefnið.

Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 8:30 með ávarpi félags-og húsnæðismálaráðherra og lýkur kl. 10:15. 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum