Hoppa yfir valmynd
19. mars 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Málþing um norræna samvinnufélagsmódelið 21. mars

Hlutverk samvinnufélaga í atvinnusköpun á Norðurlöndunum er umfjöllunarefni málþings sem haldið verður föstudaginn 21. mars. Forstöðumenn samtaka samvinnufélaga frá Norðurlandaþjóðunum lýsa þróun samvinnufélaga í heimalöndun sínum. Málþingið hefst með ávarpi Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Leiðarstef málþingsins verður hlutverk félagslegra samvinnufélaga og hvaða þýðingu slík samvinnufélög geta haft á velferðarkerfið, og einnig hvernig hægt er að nýta samvinnufélagsformið til aukinnar atvinnusköpunar, nýsköpunar og til þess að sporna við kreppuáhrifum.

Að málþinginu standa Rannsóknasetur verslunarinnar, Háskólinn á Bifröst og velferðarráðuneytið.

Staður: Málþingið verður haldið í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, Reykjavík.
Stund: kl. 8.15-12.15.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum