Hoppa yfir valmynd
21. mars 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis gegn aðgreiningu

Mynd: Félag áhugafólks um Downs heilkennið
Mynd: Félag áhugafólks um Downs heilkennið

Í dag 21. mars 2014 er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis (World Down Syndrome Day), sem ætlað er að endurvarpa röddum einstaklinga sem greinst hafa með Downs-heilkenni og stuðla að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu okkar um allan heim.

Þetta er í níunda sinn sem þessi dagur er haldinn en upphaflega var efnt til hans haldinn að frumkvæði evrópsku og Alþjóðlegu samtakanna (Down Syndrome International). Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að þessi dagur yrði Alþjóðadagur Downs-heilkennis til að auka alþjóðlega vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs heilkenni er orsakað af aukalitningi í frumum líkama þeirra sem eru með heilkenni, litningi númer 21. Þá eru þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja, en þess má geta að Downs-heilkenni er erfðbreytileiki sem fylgt hefur mannskyninu frá upphafi.

Á heimasíðu Félags áhugafólks um Downs-heilkennimá finna ýmsar upplýsingar og fræðsluefni.http://www.downs.is/

Samantektin er fengin af vef Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum