Hoppa yfir valmynd
9. maí 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Réttindi hinsegin fólks til umfjöllunar á Möltu

Mannamót
Mannamót

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sækir fund á Möltu um réttindi hinsegin fólks (samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki) dagana 13. – 14. maí. Fundurinn er haldinn í tilefni alþjóðabaráttudags gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki, 17. maí.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sækir fund á Möltu um réttindi hinsegin fólks (samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólk) dagana 13. – 14. maí. Fundurinn er haldinn í tilefni alþjóðabaráttudags gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki, þann 17. maí.

Þennan dag árið 1990 var samkynhneigð fjarlægð úr alþjóðlegri sjúkdóma- og dánarmeinaskrá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og hefur því dagurinn verið tileinkaður þessari baráttu.

Á fundinum  verður sérstaklega rætt um viðbrögð stjórnvalda vegna fordóma gegn hinsegin fólki, á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og er eitt af markmiðum fundarins hefja samræmdar aðgerðir til þess að vinna gegn fordómum gegn hinsegin fólk.

Félags- og húsnæðismálaráðherra mun taka þátt í pallborðsumræðum um aðgerðir stjórnvalda til þess að vinna gegn fordómum gegn hinsegin fólki ásamt fulltrúum frá menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, Transgender Europe og Svartfjallalandi meðal annarra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum