Hoppa yfir valmynd
10. júní 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ákvörðun um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta kæranleg til velferðarráðuneytis

Umboðsmaður skuldara
Umboðsmaður skuldara

Samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. febrúar síðastliðinn geta einstaklingar sem uppfylla tiltekin skilyrði átt rétt á fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir skiptakostnaði. Sótt er um fjárhagsaðstoð til umboðsmanns skuldara. Athygli er vakin á því að ákvörðun umboðsmanns er kæranleg til félags- og húsnæðismálaráðherra.

Samkvæmt lögum nr. 9/2014, um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, eiga einstaklingar rétt til fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir skiptakostnaði samkvæmt lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., að tilteknum skilyrðum uppfylltum, sbr. 3. gr. laganna. Umboðsmaður skuldara tekur ákvörðun um hvort veita skuli fjárhagsaðstoð og ákvarðanir umboðsmanns skuldara samkvæmt lögunum eru kæranlegar til félags- og húsnæðismálaráðherra, sbr. 6. gr. laganna. Þannig er ekki gert ráð fyrir að ákvarðanir samkvæmt lögunum séu kærðar til kærunefndar greiðsluaðlögunarmála.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum