Hoppa yfir valmynd
11. júní 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Eldað með ömmu – grænt, gott og hollt

Eitthvað að fást við mat
Eitthvað að fást við mat

Eydís Anna kýs frekar að elda með ömmu sinni en horfa á sjónvarpið. Af henni lærir hún að borða hollt og gott og mikið af grænmeti. Amma Eydísar sendi meðfylgjandi myndir af sonardóttur sinni við störf í eldhúsinu í tengslum við matarbyltingardaginn 16. maí síðastliðinn.

Ráðherrarnir Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifuðu fyrir nokkru sameiginlega grein á visir.is þar sem þau vöktu athygli á Stolt yfir góðum árangrimatarbyltingardeginum 16. maí sem hinn þekkti kokkur, Jamie Oliver, efndi til. Hvatti hann þar alla sem umgangast börn til þess að kenna þeim að elda mat frá grunni og læra að meta hollan og góðan mat.

Anna Ottesen eldar iðulega með barnabörnunum sínum og segir frá því í eftirfarandi bréfi sem hún sendi ásamt meðfylgjandi myndum.

„Heil og sæl,

Anna Ottesen heiti ég, sjúkraþjálfari og á tvö barnabörn. Nú er ég svo heppin að búa í sama húsi og þau og ver miklum tíma með þeim í eldhúsinu. Ég vil vera þeim góð fyrirmynd, hafa áhrif á þau og kenna þeim að borða hollt og gott og mikið af grænmeti.

Flestar myndirnar sem ég sendi eru af Eydísi Önnu sonardóttur minni og er hún á aldrinum 3–4 á þeim. Hún elskar að elda með ömmu og velur það fram yfir sjónvarpsgláp. Hún er einna duglegust á leikskólanum sínum að borða allan mat og verður seint talin matvönd.

Á myndunum er hún meðal annars að útbúa hádegismat, salöt, smoothie, grasaseyði/te sem henni finnst mjög gott og hjálpa mér í gróðurhúsinu.

Gott dæmi um hversu góð þekking hennar á matartegundum var þegar hún var á Spáni með foreldrum sínum, nýorðin þriggja ára gömul. Þau voru stödd í stórum garði þar sem voru villtar kryddjurtir, kál og fleira (nokkurs konar grasagarður). Hún benti mömmu sinni á jurt sem hún sagði að væri salvía. Mamma hennar hélt nú ekki og þrætti stelpan engu að síður fyrir það. Mamma hennar nálgaðist plöntuna og sá þar merkt „sage“, sem er salvía. Sennilega hefur barnið þekkt plöntuna á lyktinni enda var hún óvenjustór og ekki eins og hún hefur séð í gróðurhúsinu hjá ömmu.“

Borðað með bestu lyst

http://www.foodrevolutionday.com

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum