Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Endurskoðuðviðmið um skipulag hjúkrunarheimila

Velferðarráðuneytið hefur endurskoðað viðmið um skipulag hjúkrunarheimila sem félags- og tryggingamálaráðuneytið gaf út árið 2008. Athygli er vakin á endurskoðuðum viðmiðum sem birt hafa verið á vef ráðuneytisins.

Viðmiðin nú eru byggð á sömu hugmyndafræði og þau eldri, þ.e. að skipulag og starfsemi hjúkrunarheimila skuli líkjast eins og kostur er húsnæði og aðstæðum fólks á einkaheimilum en mæta engu að síður þörfum þeirra sem hafa skerta getu til athafna daglegs lífs. Helstu breytingar sem nýju viðmiðin fela í sér eru að nú er gert ráð fyrir að unnt verði að veita endurhæfingu inni á hjúkrunarheimilum og að á heimilum með 30 íbúa og fleiri skuli gert ráð fyrir sérstakri aðstöðu til þjálfunar.

Stærðarviðmiðum hjúkrunarheimila hefur verið breytt. Eins og í eldri viðmiðum er ekki sagt nákvæmlega fyrir um stærðir einstakra rýma í fermetrum, nema hvað sérstaklega er tilgreint að einkarými hvers íbúa skuli að lágmarki vera 28 fermetrar. Áhersla er lögð á vandað skipulag og hönnun og góða nýtingu rýma. Lýst er hvað á að rúmast í einstökum rýmum og hvaða athafnir eiga að geta farið þar fram hindrunarlaust. Miðað við þær kröfur er gengið út frá því að unnt sé að mæta þeim miðað við 65 fermetra fyrir hvert hjúkrunarrými á heimilinu en í eldri viðmiðum var miðað við 75 fermetra. Innan þessarar stærðar reiknast einkarými íbúans, sameiginlegt rými íbúa í hverri einingu, stoðrými og aðstaða starfsfólks.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum