Hoppa yfir valmynd
9. desember 2014 Innviðaráðuneytið

Þjónustusamningur um leigjendaaðstoð endurnýjaður

Ráðgjöf
Ráðgjöf

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna undirrituðu í gær  samning sem felur í sér áframhaldandi þjónustu samtakanna við leigjendur íbúðarhúsnæðis. Samningurinn gildir til ársloka 2015.

Neytendasamtökin hafa árum saman sinnt aðstoð við leigjendur í einhverjum mæli og hefur eftirspurn eftir þessari þjónustu farið ört vaxandi. Frá árinu 2011 hafa Neytendasamtökin annast þjónustu við leigjendur samkvæmt formlegum samningi við velferðarráðuneytið sem kveður á um að samtökin sinni upplýsingagjöf til leigjenda um réttindi þeirra og skyldur, auk þess að veita lögfræðiráðgjöf. Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hefur gefist vel og ljóst er að mikil eftirspurn er meðal leigjenda eftir upplýsingum og ráðgjöf á þessu sviði.  

Það sem af er þessu ári hefur erindum til Leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna fjölgað um 39% miðað við sama tímabil í fyrra. Alls höfðu borist um 1.900 erindi í nóvember síðastliðnum miðað við 1.364 í nóvember 2013.

Neytendasamtökin reka vefsvæði með margvíslegum upplýsingum fyrir leigjendur, í samræmi við samninginn við velferðarráðuneytið frá árinu 2011. Vefsíðan er í stöðugri þróun en þar er reynt að svara öllum helstu álitaefnum sem upp geta komið í tengslum við gerð og framkvæmd leigusamninga. Þar eru einnig birtir útdrætti úr öllum álitum kærunefndar húsamála frá árinu 2007. Á árinu voru einnig reifaðir þeir dómar sem hafa gengið undanfarin ár og varða leigurétt og eru útdrættir úr dómunum einnig birtir á vefsvæðinu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum