Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar til umsagnar

Lagasafn
Lagasafn

Velferðarráðuneytið leggur hér fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar. Megintilgangur frumvarpsins er að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/24/ESB frá 9. mars 2011 um réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og framkvæmdartilskipun framkvæmdarstjórnarinnar 2012/52/ESB frá 20. desember 2012 um ráðstafanir til að auðvelda viðurkenningu á lyfseðlum sem eru gefnir út í öðrum aðildarríkjum.

Frestur til að skila umsögnum til ráðuneytisins er til 15. febrúar nk. Umsagnir skulu sendar ráðuneytinu á netfangið [email protected] með efnislínunni: Umsögn – heilbrigðisþjónusta yfir landamæri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum