Hoppa yfir valmynd
28. september 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Endurgreiðslur á umtalsverðum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett reglugerð um hækkun viðmiðunarfjárhæða vegna endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun. Hækkanirnar eru til samræmis við hækkun bóta vegna félagslegrar aðstoðar og almannatrygginga.

Bætur vegna félagslegrar aðstoðar og almannatrygginga hækkuðu um 3,6% 1. janúar 2014 og um 3% 1. janúar 2015, eða samtals um 6,6%. Viðmiðunarfjárhæðir sem kveðið er á um í nýbirtri reglugerð hækka þó meira en þessu nemur því auk 6,6% hækkunar eru viðmiðunarfjárhæðir reglugerðarinnar samræmdar þeim tekjuviðmiðum sem gilda um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg. Frádráttur vegna hvers barns er hækkaður úr 435.000 kr. í 465.000 kr.

Reglugerð um framangreindar breytingar tekur gildi 1. október 2015 og gildir um kostnað sem fellur til frá þeim tíma..

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum