Hoppa yfir valmynd
15. október 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

400 úrskurðir í kærumálum vegna greiðsluaðlögunar

Farið yfir reikninga
Farið yfir reikninga

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála hafa borist alls 665 kærur frá því að hún var sett á fót samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun sem tóku gildi í ágúst árið 2010. Flestar kærur bárust árið 2012,  alls 245 talsins en aðeins 26 kærur hafa borist nefndinni á þessu ári.

Til kærunefndar greiðsluaðlögunarmála er unnt að kæra ákvarðanir umboðsmanns skuldara og skipaðra umsjónarmanna greiðsluaðlögunarumleitana sem teknar eru á grundvelli laga um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010. Málsmeðferð hjá kærunefndinni er skrifleg og eru úrskurðir nefndarinnar endanleg ákvörðun á stjórnsýslustigi. Formaður kærunefndarinnar er Sigríður Ingvarsdóttir, fyrrum héraðsdómari.

Á töflunni hér að neðan má sjá fjölda kæra til úrskurðarnefndarinnar ár hvert og úrskurði hennar frá því að lög um greiðsluaðlögun tóku gildi 1. ágúst 2010. Auk þeirra 400 mála sem nefndin hefur úrskurðað hefur 126 kærum lokið með frávísun, framsendingu erindis til annars stjórnvalds, afturköllun, eða að kærendur hafa fallið frá kæru. Af þeim 665 kærum sem borist hafa nefndinni frá upphafi er því búið að afgreiða 526 mál.

  Ár Kærur á árinu Úrskurðir á árinu
2010 3 0
2011 84 15
2012 245 16
2013 186 84
2014 121 161
2015 26 124
Samtals 665 400

Samkvæmt lögum nr. 85/2015, um úrskurðarnefnd velferðarmála, verður kærunefnd greiðsluaðlögunarmála sameinuð öðrum sjálfstæðum stjórnsýslunefndum á málefnasviði velferðarráðuneytisins í eina nefnd, úrskurðarnefnd velferðarmála. Lögin taka gildi 1. janúar 2016 en kærunefnd greiðsluaðlögunarmála mun ljúka afgreiðslu erinda sem henni bárust fyrir 1. janúar 2015.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum