Hoppa yfir valmynd
21. október 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Vika 43: Árleg forvarnavika dagana 18.–25. október

Ráðherra ásamt stjórn SAFF
Ráðherra ásamt stjórn SAFF

Stjórn Samstarfsráðs félagasamtaka í forvörnum (SAFF) heimsótti Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í gær og afhenti henni yfirlýsingu Viku 43 í innrömmuðu skjali til varðveislu. Vika 43 er árleg forvarnavika þar sem áhersla er vakin á margvíslegum málum sem varða forvarnir til að sporna við áfengis-, tóbaks- og annarri vímuefnaneyslu.

Það var stjórn SAFF, formaðurinn Hildur Helga Gísladóttir frá Kvenfélagasambandi Íslands, Guðlaug Guðjónsdóttir frá Krabbameinsfélaginu og Guðni Björnsson frá FRÆ sem heimsóttu Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að afhenda henni, sem fulltrúa ríkisstjórnar Íslands, yfirlýsingu Viku 43 í innrömmuðu skjali til varðveislu. Eygló bað fyrir þakkir til þeirra 25 samtaka sem standa að þessu mikilvæga forvarnaverkefni og öðru félagsstarfi á þeirra sviðum og sagði stjórnvöldum dýrmætt að vita um það öfluga forvarnastarf sem þessir aðilar standa fyrir á hverjum tíma. Afleiðingar vímuefnaneyslu eru margvíslegar og birtast meðal annars í erfiðum félagslegum vandamálum þar sem þolendurnir og þeir sem þurfa að líða eru margir sagði ráðherra meðal annars. Miklu skipti að fækka þeim sem lentu í erfiðleikum vegna neyslu og það væri gott af vita af því öflugu starfi sem fram færi á vegum félagasamtaka til að vinna gegn vandanum. Yfirlýsingin sem ráðherra tók við í dag er undirrituð af fulltrúum 25 félagasamtökum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum