Hoppa yfir valmynd
29. október 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherrar funduðu um málefni flóttafólks

Eygló Harðardóttir og Poul Michelsen
Eygló Harðardóttir og Poul Michelsen

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Poul Michelsen, utanríkis- og vinnumálaráðherra Færeyinga og samstarfsráðherra Norðurlanda í Færeyjum, áttu síðdegis í dag fund þar sem rætt var um málefni flóttafólks og aðstæður landanna tveggja til að taka á móti flóttamönnum.

Eygló gerði á fundinum grein fyrir stöðu þessara mála hér á landi og áformum stjórnvalda um móttöku flóttafólks framundan. Fram kom hjá Poul að Færeyingar vilja gjarna fylgjast með því hvernig Íslendingar standa að málum þar sem Ísland og Færeyjar eiga það meðal annars sammerkt að vera tiltölulega fámennar eyjar á norðlægum slóðum. Rætt var um hvernig til hefur tekist með móttöku hópa flóttafólks á liðnum árum hér á landi, samstarf ráðuneyta og sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka, aðkomu Rauða krossins og fleira sem snýr að skipulagi móttöku flóttafólks.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum