Hoppa yfir valmynd
30. október 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Nýr gagnvirkur upplýsingavefur; heilsuhegdun.is

Skokkað í haustblíðunni
Skokkað í haustblíðunni

Embætti landlæknis hefur opnað nýjan upplýsingavef, www.heilsuhegdun.is, með gagnvirku efni sem styðja á þá sem vilja bæta lífsvenjur sínar, t.d. draga úr eða hætta áfengis- eða tóbaksneyslu, auka hreyfingu, bæta mataræði eða vinna gegn streitu og auka þannig almenna vellíðan sína. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var fyrstur til að prófa vefinn við opnun hans í gær og sagði við það tækifæri að allt sem gerði fólki kleift að taka ábyrgð á eigin heilsu væri af hinu góða.

Á vefnum má finna upplýsingar um heilbrigði og leiðir til að breyta heilsuhegðun sinni, óháð búsetu og notendum að kostnaðarlausu. Fræðsla og aðstoð sem þar er veitt byggir á fræðilegum grunni, er notendamiðuð og gagnvirk. Nýi vefurinn verður síðar tengdur smáforriti sem mun auðvelda notendum að nýta sér þjónustuna.

Sá hluti vefsins sem lýtur að leiðum til að hætta eða draga úr tóbaksneyslu kemur í stað heimasíðunnar reyklaus.is sem verður lokað.

Markmið Embættis landlæknis með heilsuhegdun.is er að skapa tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á að hætta tóbaksnotkun og/eða að breyta öðrum lífstílsvenjum til hins betra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum