Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið auglýsti þann 17. október 2015 embætti skrifstofustjóra á skrifstofu gæða og forvarna laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 2. nóvember sl. Fimmtán umsóknir bárust og eru umsækjendur eftirtaldir:

Arthúr Vilhelm Jóhannesson, Atli Freyr Sævarsson, Einar Magnússon, Hlynur Níels Grímsson, Ingunn Björnsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jónas Bjarnason, Jórunn Ósk Frímannsdóttir, Lovísa Ólafsdóttir, Magnús Guðlaugsson, Margrét Björnsdóttir, Pétur Örn Johnson, Sigrún Heiða Birgisdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Sunna Björt Arnardóttir.

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra sem ræður í starfið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Kjararáð ákvarðar laun skrifstofustjóra, sbr. lög nr. 47/2006. Nefndina skipa Arnar Þór Másson, Helga Hauksdóttir og Jóhannes Pálmason.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum