Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Kynningarátak Lyfjastofnunar: Lesum fylgiseðilinn

Ávísun lyfja
Ávísun lyfja

Um 100 manns sóttu morgunverðarfund sem Lyfjastofnun efndi til í gær í tilefni 15 ára afmælis stofnunarinnar. Fylgiseðlar með lyfjum og mikilvægi þeirra voru umfjöllunarefni fundarins en Lyfjastofnun stendur þessa dagana fyrir kynningarátaki um fylgiseðla með lyfjum og hvernig staðið er að upplýsingagjöf um lyf til almennings.

Á fundinum komu fram ýmis sjónarmið um fylgiseðla og gildi þeirra í upplýsingagjöf um lyf til almennings en einnig um vandamál sem geta komið upp vegna misskilnings á upplýsingum í fylgiseðlum. Glærur fyrirlesara sem töluðu fundinum eru aðgengilegar á vef Lyfjastofnunar. Á vef stofnunarinnar hafa að undanförnu verið birtir stuttir pistlar þar sem fjallað er um lyf og fylgiseðla þeirra. Pistlarnir eru birtir með öðrum fréttum á vef Lyfjastofnunar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum