Hoppa yfir valmynd
18. desember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu

Velferðarráðuneytið auglýsti þann 26. nóvember 2015 embætti skrifstofustjóra á skrifstofu hagmála og fjárlaga laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 14. desember sl. Tuttugu og tvær umsóknir bárust en ein var dregin til baka. Eftirfarandi eru nöfn umsækjenda:

  • Ásthildur Gyða Kristjánsdóttir
  • Björn Arnar Kárason
  • David Andrew Laski
  • Erna Sigurðardóttir
  • Guðbjörg Þórey Gísladóttir
  • Helga Jóhannesdóttir
  • Hermann Ottósson
  • Hlynur Hreinsson
  • Hulda Birna Baldursdóttir
  • Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir
  • Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
  • Jónas Páll Jakobsson
  • Margrét Björk Svavarsdóttir
  • Oddur Gunnarsson
  • Ólafur Darri Andrason
  • Ólafur Guðjón Haraldsson
  • Ólafur Sigurðsson
  • Reynir Jónsson
  • Sólveig Lilja Einarsdóttir
  • Tinna Dahl Christiansen
  • Þórhildur Albertsdóttir.

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra sem ræður í starfið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Kjararáð ákvarðar laun skrifstofustjóra, sbr. lög nr. 47/2006. Nefndina skipa: Jóhannes Pálmason, Ásta Bjarnadóttir og Guðmundur Árnason.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum