Fréttir
 • •	Guðrún Alda Harðardóttir
  • Guðrún Alda Harðardóttir

Ný stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra

Ný stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra

19/5/2017

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Formaður stjórnar er Guðrún Alda Harðardóttir.

Framkvæmdasjóður aldraðra starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra og er fjármagnaður með gjaldi sem lagður er á þá sem eru skattskyldir á aldrinum 16 – 70 ára. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagvista, mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu.

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra annast stjórn sjóðsins og gerir árlega tillögur til heilbrigðisráðherra um úthlutun úr honum.

Guðrún Alda Harðardóttir, nýr formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra, er með doktorspróf í uppeldis og kennslufræðum frá Háskóla Íslands og starfar sem leikskólaráðgjafi við leikskólann Aðalþing í Kópavogi.

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra er svo skipuð:

 • Guðrún Alda Harðardóttir, án tilnefningar, formaður
 • Halldór Halldórsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Sigurður Jónsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
 • Stella Kristín Víðisdóttir, tiln. af fjárlaganefnd Alþingis

Varamenn

 • Halldór Jörgensson, án tilnefningar
 • Gyða Hjartardóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara
 • Guðmundur Sigurðsson, tiln. af fjárlaganefnd Alþingis.

Skipunartími er fram að næstu alþingiskosningum.

 

 

Til baka Senda grein