Fréttir
  • Skurðaðgerð undirbúin
    Skurðaðgerð undirbúin

Ráðstefna um NordDRG á Íslandi 19. og 20. maí

31/3/2016

Ráðstefna um innleiðingu, notkun og þróun DRG kerfis sem notað er til starfsemis- og kostnaðargreiningar í heilbrigðisþjónustu verður haldin í Reykjavík 19. og 20. maí næstkomandi. Skráning á ráðstefnuna stendur yfir.

DRG (Diagnosis Related Groups) er kerfi sem þróað var í Bandaríkjunum í byrjun 9. áratugarins til að meta afköst og árangur í heilbrigðisþjónustu og greina kostnað þjónustunnar. Norðurlandaþjóðirnar hafa sameiginlega unnið að því að aðlaga DRG-kerfið að sínum þörfum undir nafninu NordDRG. Horft er til þess að sú kostnaðargreining sem DRG-kerfið byggist á gefi kost á virkari stjórnun þar sem stöðugt er fylgst með rekstrarlegum árangri og geti auðveldað mat á faglegum árangri.

Landspítalinn hefur notað NordDRG kerfið í all nokkur ár til starfsemis- og kostnaðargreiningar. Að beiðni velferðarráðuneytisins hefur Landspítala og SÍ verið falið að kanna fýsileika þess að framleiðslutengja fjármögnun spítalans að einhverju leyti og stendur sú vinna yfir.

Ráðstefnan í Reykjavík

NordDRG miðstöðin er samstarfsverkefni innan heilbriðisgeira Norðurlandanna sem snýr að þróun starfsemisgreiningar- og flokkunarkerfisins NordDRG. Annað hvert ár stendur miðstöðin, í samvinnu við eigendur NordDRG í hverju landi fyrir sig fyrir ráðstefnu sem ætlað er að vera vettvangur skoðanaskipta og lærdóms um innleiðingu, notkun og þróun DRG kerfis fyrir alla sem á því hafa áhuga en þó sér í lagi stjórnendur, lækna, læknarita ofl.

Landspítali hefur í umboði heilbrigðisráðuneytis komið að nauðsynlegum undibúningi ráðstefnunnar sem haldin er í sjöunda sinn dagana 19. og 20. maí í Reykjavík.

Til baka Senda grein