Fréttir
  • Á dvalarheimili
    Á öldrunarheimili

Starfshópur um breytt greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum

10/5/2016

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað starfshóp til að útfæra og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag greiðsluþátttöku íbúa á á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Kynntar hafa verið hugmyndir um breytt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Með þeim er stefnt að auknu sjálfræði aldraðra með afnámi svokallaðs vasapeningakerfis og því að teknar verði upp sértækar greiðslur fyrir húsaleigu og annan kostnað sem fylgir heimilishaldi. Starfshópnum er falið að útfæra þessar hugmyndir og efna til tilraunaverkefnis um framkævmdina.

Formaður hópsins er Birna Bjarnadóttir. Aðrir nefndarmenn eru;

  • Ása Þórhildur Þórðardóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar
  • Guðrún Björk Reykdal, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu án tilnefningar
  • Ólafur Darri Andrason, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, án tilnefningar
  • Ástbjörn Egilsson, tilnefndur af Landssambandi eldri borgara
  • Gísli Páll Pálsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Hallveig Thordarson, tilnefnd af Tryggingastofnun ríkisins
  • Tryggvi Þórhallsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Til baka Senda grein