Fréttir
  • Frá afhendingu styrkja í Hannesarholti
    Frá afhendingu styrkja í Hannesarholti

Tæpum 108 milljónum úthlutað til velferðarstyrkja í lok vetrar

21/4/2017

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur úthlutað velferðarstyrkjum af safnliðum fjárlaga árið 2017. Styrk hlutu 54 félagasamtök til fjölbreyttra verkefna, alls tæpar 108 milljónir króna. Afhending styrkjanna fór fram í Hannesarholti síðasta vetrardag.

Hljómsveitin Rugl lék fyrir gesti 1Styrkir þessir eru veittir árlega vegna afmarkaðra verkefna á hendi félagasamtaka sem starfa á sviði endurhæfingar, málefna fatlaðs fólks, forvarna, fræðslu og fjölskyldu- og jafnréttismála. Er jafnan um að ræða verkefni sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum ráðherra hverju sinni. Auk þeirra tæplega 108 milljóna króna sem varið er til verkefnastyrkja af umræddum safnlið fjárlaga renna 82 milljónir króna til félagasamtaka sem starfa á grundvelli tveggja ára samstarfssamninga við ráðuneytið.

Fjölmennt var í Hannesarholti við afhendingu styrkjanna þar sem ráðherra þakkaði styrkhöfum fyrir framlög þeirra til samfélagsins með mikilvægum verkefnum sem skiptu svo sannarlega máli og væri því ánægjulegt að geta styrkt. Verkefnin eru fjölbreytt, sum nýleg, önnur eiga sér lengri sögu og eru orðin vel þekkt meðal landsmanna. Ráðherra nefndi í þessu samhengi samtökin Drekaslóð sem hafa um árabil veitt þolendum hvers kyns ofbeldis aðstoð við að Hljómsveitin Rugl lék fyrir gestivinna úr afleiðingum þess, Gæfusporin sem eru 12 vikna gagnreynd meðferð fyrir konur sem eru þolendur ofbeldis, Specialisterne á Íslandi sem vinna að atvinnumálum fólks með greiningu á einhverfurófi og loks verkefnið Stelpur rokka! sem starfa af femínískri hugsjón við að efla ungar stelpur og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðir þar sem þátttakendur læra á hljóðfæri, spila saman, fræðast um tónlist og jafnréttisbaráttu og fleira. Alls hafa yfir 400 stelpur, konur, trans og kynsegin einstaklingar tekið þátt í rokkbúðunum Stelpur rokka! síðastliðin 5 ár og myndað yfir 80 hljómsveitir.

Í lok athafnarinnar í Hannesarholti lék stúlknahljómsveitin Rugl tvö lög fyrir gesti en hljómsveitarmeðlimirnir hafa áður tekið þátt í rokkbúðunum Stelpur rokka!

 

Til baka Senda grein