Fréttir
  • The-Nordic-Monitoring-System-2011---2014
    The-Nordic-Monitoring-System-2011-2014

Upplýsingar um mataræði, hreyfingu og holdafar Norðurlandabúa

19/1/2017

Íslendingar innbyrða meira af sykurríkum matvælum en aðrir Norðurlandabúar og borða minna af grænmeti og ávöxtum. Fiskneysla er aftur á móti mest hér á landi. Þetta og margt fleira má lesa um í nýrri skýrslu um heilsuhegðun Norðurlandabúa sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út.

Skýrslan byggist á niðurstöðum kannana sem gerðar hafa verið á Norðurlöndunum í samstarfi þjóðanna. Gerðar voru kannanir á þessum þáttum árið 2011 og aftur 2014 og stóð Embætti landlæknis fyrir gerð kanananna hér á landi. Norræna ráðherranefndin fjármagnaði verkefnið sem gerir mögulegt að sjá hvernig heilsuhegðun á Norðurlöndunum hefur þróast milli áranna 2011 og 2014.

Til baka Senda grein