Fréttir
  • Velferðarráðuneytið
    Velferðarráðuneytið

Úthlutun velferðarstyrkja á sviði félagsmála

18/4/2016

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið úthlutun velferðarstyrkja á sviði félagsmála árið 2016. Alls var úthlutað 183 milljónum króna, að stærstum hluta til frjálsra félagasamtaka sem sinna fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum í þágu tiltekinna hópa, ekki síst á sviði fræðslu og forvarna.

Auglýst var eftir umsóknum í október/nóvember sl. og bárust umsóknir um styrki til 67 verkefna. Úthlutun þeirra byggist á reglum um velferðarstyrki velferðarráðuneytisins sem veittir eru ár hvert. Auk verkefna og rekstrarstyrkja eru veittir styrkir til félagasamtaka sem starfa á sviði endurhæfingar, málefna fatlaðs fólks, forvarna og fræðslu og fjölskyldu- og jafnréttismála. Við ákvörðun um úthlutanir að þessu sinni var áhersla lögð á fjölskyldur og þá sérstaklega börn, húsnæðismál og jafnréttismál.

Veittir voru 45 verkefnastyrkir, samtals 101 milljón króna til félagasamtaka. Jafnframt voru veittar 82 milljónir króna í verkefna- og rekstrarstyrki til sjö félagasamtaka samkvæmt samningum til tveggja ára.

Þrjá hæstu verkefnastyrkina hlutu Vímulaus æska, 9 milljónir króna, til að sinna forvörnum, fræðslu og ráðgjöf, ADHD samtökin hlutu 8 milljónir króna til að sinna fræðslu, ráðgjöf og stuðningi og Drekaslóð hlaut 7 milljóna króna styrk til sinna þjónustu og fræsðlu fyrir þolendur hvers konar ofbeldis.

Til baka Senda grein