Eldri fréttir FEL

18/12/2010 : Réttur til atvinnuleysisbóta lengdur um eitt ár

Réttur fólks til atvinnuleysisbóta verður lengdur um eitt ár og veikindaréttur tryggður. Gildistími ákvæðis um rétt til bóta á móti skertu starfshlutfalli er framlengt, en mörkin dregin við 70% starfshlutfall í stað 80% áður fyrir þá sem skrá sig án atvinnu 1. janúar nk. eða síðar. Lesa meira

18/12/2010 : Tímabundin heimild fyrir rekstrarfé úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um málefni aldraðra sem heimilar að fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra verði varið til reksturs hjúkrunarheimila árið 2011. Lesa meira

17/12/2010 : Flutningur málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaga

Alþingi samþykkti í dag frumvarp til breytinga á lögum um málefni fatlaðra sem felur í sér flutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011. Samþykkt var breyting á heiti laganna og heita þau nú lög um málefni fatlaðs fólks.

Lesa meira

17/12/2010 : Rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs

Þingsályktunartillaga um að fram fari sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Lesa meira

17/12/2010 : Lokaráðstefna Evrópuárs 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun

Senn lýkur Evrópuári 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun og af því tilefni var haldin vegleg lokaráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Lesa meira

16/12/2010 : Umboðsmaður skuldara opnar útibú í Reykjanesbæ

Útibú umboðsmanns skuldara var opnað í Reykjanesbæ í dag. Útibúið er í húsnæði Sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33. Starfsemi hefst föstudaginn 17. desember kl. 8:30. Lesa meira

15/12/2010 : Þjónusta við íbúa á Sólheimum verður tryggð

Samkomulag um flutning málefna fatlaðra tryggir óbreytt rekstrarfé til Sólheima líkt og annarra sjálfseignarstofnana á næsta ári. Íbúum verður tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum.

Lesa meira

15/12/2010 : Leiðsögu- og hjálparhundar í fjölbýlum

Fötluðu fólki í fjölbýlishúsum verður heimilt að halda leiðsögu- eða hjálparhund í íbúð sinni án þess að þurfa til þess samþykki annarra íbúðareigenda í húsinu samkvæmt frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús.

Lesa meira

14/12/2010 : Lokaráðstefna Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun

Haldin verður lokaráðstefna Evrópuársins 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun í Ráðhúsi Reykjavíkur, föstudaginn 17. desember. Kynnt verða verkefni og rannsóknir sem efnt hefur verið til á árinu. Lesa meira

14/12/2010 : Verklok Straumhvarfa, átaks til eflingar þjónustu við geðfatlaða 

Nærri 140 manns hafa fengið búsetuúrræði, sérhæfðan stuðning og aðstoð til að stunda vinnu, menntun eða endurhæfingu eða nýta sér aðra þjónustu í tengslum við átaksverkefnið Straumhvörf. Verkefnið hófst árið 2006 og er nú formlega lokið. Lesa meira

14/12/2010 : Viðurkenning Jafnréttisráðs árið 2010

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2010. Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, flutti ávarp við afhendingu viðurkenningarinnar, föstudaginn 10. desember.

Lesa meira

13/12/2010 : Úrslit í fjölmiðlasamkeppni Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun

Félags- og tryggingamálaráðherra afhenti fyrir helgi verðlaun í fjölmiðlasamkeppni Evrópuársins 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi. Vinningstillagan hefur verið send í Evrópuhluta keppninnar og verða úrslit hennar kynnar í Brussel 17. desember.

Lesa meira

13/12/2010 : Rannsókn á áhrifum starfsendurhæfingar

Starfsendurhæfing dregur úr félagslegri einangrun, eykur sjálfstraust, hvetur fólk til náms og ætla má að með henni megi draga úr fátækt til lengri tíma litið. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun á áhrifum starfsendurhæfingar sem kynnt var í dag.

Lesa meira

13/12/2010 : Flóttafólk frá Kólombíu

Í gær, föstudaginn 10. desember, komu til landsins sex kólumbískir flóttamenn í boði íslenskra stjórnvalda. Þetta eru tvær fjölskyldur, kona á fimmtugsaldri og ungur sonur hennar, og önnur um þrítugt með þrjú börn, þar af son nokkurra mánaða.

Lesa meira

10/12/2010 : Velferðarþjónusta á Norðurlöndunum

Ritið Social tryghed i de nordiske lande 2008/09 er komið út en í því er ýmis samanburður á velferðarþjónustu milli Norðurlandanna. Lesa meira

9/12/2010 : Áhrif starfsendurhæfingar á fátækt

Starfsendurhæfing hefur marktæk, jákvæð áhrif á virkni fólks og dregur úr félagslegri einangrun. Þetta er meðal niðurstaðna úr umfangsmikilli rannsókn sem verður kynnt á hádegisverðarfundi á Hótel KEA mánudaginn 13. desember kl. 12.00.

Lesa meira
Evrópa gegn fátækt

3/12/2010 : Ljósmyndasýning í tilefni Evrópuársins 2010

Laugardaginn 4. desember verður opnuð ljósmyndasýning sem fjallar um fátækt og félagslega einangrun í húsakynnum Samhjálpar í Borgartúni 1 í Reykjavík. Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, opnar sýninguna kl. 18:00.  

Lesa meira

3/12/2010 : Ljósmyndasýning í tilefni Evrópuársins 2010

Laugardaginn 4. desember verður opnuð ljósmyndasýning sem fjallar um fátækt og félagslega einangrun í húsakynnum Samhjálpar í Borgartúni 1 í Reykjavík. Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, opnar sýninguna kl. 18:00.  

Lesa meira

3/12/2010 : Úrbætur fyrir örorku- og ellilífeyrisþega

Víxlverkanir milli bóta örorkulífeyrisþega úr almannatryggingakerfinu og tekna þeirra úr lífeyrissjóðum verða aftengdar tímabundið í þrjú ár. Einnig verður frítekjumark ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna hækkað í áföngum á þremur árum. 

Lesa meira

2/12/2010 : Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Alþjóðlegur dagur fatlaðra er er á morgun. Hann hefur verið haldinn 3. desember ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir alþjóðlegu ári fatlaðs fólks árið 1981. Markmið dagsins er að auka skilning á aðstæðum fólks með fötlun og baráttu fyrir réttindum þeirra og jafnri stöðu í samfélaginu.

Lesa meira

30/11/2010 : Atvinnuleitendur fá desemberuppbót

Atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins fá eingreiðslu í desember, samkvæmt tillögu félags- og tryggingamálaráðherra sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Full uppbót er 44.857 krónur. Lesa meira

25/11/2010 : Mælt fyrir frumvarpi um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni fatlaðra vegna flutnings málaflokksins til sveitarfélaganna hefur verið lagt fyrir Alþingi. Mælt var fyrir frumvarpinu í dag og er það nú til umfjöllunar hjá félags- og tryggingamálanefnd þingsins. Lesa meira
Samkomulag um tilfærslu málefna fatlaðra undirritað

23/11/2010 : Heildarsamkomulag um tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga undirritað í dag

Samkomulag um faglegt og fjárhagslegt fyrirkomulag á tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna var undirritað í dag. Frumvarp til laga um tilfærsluna á grundvelli samkomulagsins verður lagt fyrir Alþingi á næstu dögum.

Lesa meira

22/11/2010 : Árbót – óhjákvæmileg og réttmæt aðkoma ráðuneytisins

Aðkoma félags- og tryggingamálaráðuneytisins að gerð samkomulags við lokun Árbótar var óhjákvæmileg og réttmæt. Sameiginlegur vilji var til þess milli Barnaverndarstofu, ráðuneytisins og rekstraraðila að semja um samningslok með greiðslum umfram það sem kveðið var á um í uppsagnarákvæði þjónustusamnings.

Lesa meira

20/11/2010 : Auglýsing um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Lesa meira
Anna Lilja Gunnarsdóttir

18/11/2010 : Anna Lilja Gunnarsdóttir verður ráðuneytisstjóri í nýju velferðarráðuneyti

Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Önnu Lilju Gunnarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra nýs velferðarráðuneytis sem verður til við sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis 1. janúar 2011.

Lesa meira

17/11/2010 : Styrkir til aukinnar þjónustu við börn. Umsóknarfrestur að renna út

Umsóknarfrestur sveitarfélaga um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með athyglisbrest rennur út 25. nóvember. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

Lesa meira

11/11/2010 : Skýrsla um skuldavanda heimilanna

Hópur sérfræðinga sem fjallað hefur um skuldavanda heimilanna skilaði niðurstöðum sínum í gær, 11. nóvember, með ítarlegri skýrslu um skuldastöðu heimilanna og mati á leiðum sem helst hafa verið til umræðu sem lausnir á skuldavanda heimilanna. Lesa meira

9/11/2010 : Verkefni til stuðnings íbúum Suðurnesja

Ráðinn verður starfsmaður til að sinna formlegu samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum í velferðarmálum og opnað útibú umboðsmanns skuldara. Þetta eru meðal verkefna til stuðnings íbúum á svæðinu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðast í. Réttur til atvinnuleysisbóta verður lengdur úr þremur árum í fjögur. Lesa meira

9/11/2010 : Húsnæðisstefna til framtíðar

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað samráðshóp sem falið er að móta heildstæða húsnæðisstefnu til framtíðar. Markmiðið er að tryggja landsmönnum fjölbreytta og örugga valkosti í húsnæðismálum. Lesa meira

8/11/2010 : Haítíbúar komnir til fjölskyldusameiningar á Íslandi

Þrír einstaklingar frá Haítí, tvö börn og amma þeirra, komu til Íslands í gær, 7. nóvember. Fólkið kemur hingað í kjölfar hamfaranna á Haítí í janúar á þessu ári á grundvelli lagaákvæðis um fjölskyldusameiningu. Lesa meira

4/11/2010 : Leiðrétting á yfirlýsingum um stöðu Sólheima

Skýrt er kveðið á um stöðu sjálfseignarstofnana sem þjónusta fólk með fötlun í áætlun um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Rekstur Sólheima er tryggður, líkt og annarra sjálfseignarstofnana, þótt forsvarsmenn Sólheima hafi hafnað boði ráðuneytisins um endurnýjun þjónustusamnings.

Lesa meira

3/11/2010 : Allra úrræða leitað áður en kemur til nauðungarsölu

Íbúðalánasjóður frestar nauðungarsölu óski fólk eftir því og leitar allra leiða til að gera samning um greiðslu vanskila til að koma í veg fyrir nauðungarsölu. Frestun á byrjun uppboðs er aldrei hafnað ef fólk sækist eftir fresti og nóg er að hafa samband símleiðis.

Lesa meira

1/11/2010 : Norræn jafnréttisstefna til framtíðar

Jafnréttisstefna til framtíðar á Norðurlöndunum er yfirskrift opins fundar og pallborðsumræðna í Þjóðmenningarhúsinu 2. nóvember. Efnt er til fundarins í tengslum við Norðurlandaráðsþing 2010 sem fram fer í Reykjavík 2. til 4. nóvember. Lesa meira

29/10/2010 : Ársfundur Vinnumálastofnunar 2010

Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, vill efla hlutverk Vinnumálastofnunar á sviði starfsendurhæfingar, enda aukist mikilvægi þessa vinnumarkaðsúrræðis við núverandi aðstæður í samfélaginu. Þetta kom meðal annars fram í ávarpi ráðherra á ársfundi stofnunarinnar í dag.

Lesa meira

29/10/2010 : Ábending vegna umfjöllunar um uppboð á íbúðarhúsnæði

Vegna frétta í fjölmiðlum um framhaldsuppboð íbúðarhúsnæðis í október vill félags- og tryggingamálaráðuneytið vekja athygli á aðgerðum sem gripið hefur verið til varðandi uppboð á íbúðarhúsnæði einstaklinga og fjölskyldna. Lesa meira

28/10/2010 : Hjálp til sjálfshjálpar

Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, tók þátt í fjölmennum samráðsfundi hjálparsamtaka og opinberra aðila sem fram fór á Grand hótel í Reykjavík í dag. Rætt var um fyrirkomulag hjálparstarfs við þá sem standa höllum fæti og hvernig best verði að því staðið.

Lesa meira

25/10/2010 : Áfram stelpur og strákar

Látum kraft kvennahreyfinganna verða okkur hvatningu til uppbyggingar og sóknar. Jöfn áhrif og jöfn staða kynjanna er forsenda fyrir því framtíðarþjóðfélagi sem við ætlum okkur að skapa, segir Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra í grein sem birtist í Fréttablaðinu í tilefni kvennafrídagsins 24. október.

Lesa meira

25/10/2010 : Styrkir til sveitarfélaga vegna þjónustu við börn

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest.

Lesa meira

21/10/2010 : Stopp – hingað og ekki lengra

Hingað og ekki lengra, hættum að kenna hvert öðru um heldur sameinumst í því að endurreisa samfélagið á traustum grunni, sagði Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, á ársfundi Alþýðusambands Íslands sem hófst í dag.

Lesa meira