Hoppa yfir valmynd
26. október 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Þróun löggjafar um fæðingar- og foreldraorlof á Norðurlöndum

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna er heiti skýrslu sem Jafnréttisstofa hefur gefið út í rafrænu formi og er nú aðgengileg á vefsvæðum félagsmálaráðuneytisins og Jafnréttisstofu. Skýrslan er afrakstur rannsóknarverkefnis sem unnið var á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Markmið verkefnisins var að leita svara við því hvernig löggjöf á Norðurlöndum um fæðingar- og foreldraorlof hefur þróast og hvort og þá hvernig sú löggjöf hefur stuðlað að jafnrétti kynjanna og bætt möguleika kynjanna til að sameina fjölskyldulíf og virka þátttöku á vinnumarkaði. Vonir eru bundnir við að þetta verkefni skili aukinni þekkingu á því samspili löggjafar og menningar sem ýmist viðheldur eða breytir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi.

Skjal fyrir Acrobat ReaderÞróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum