Hoppa yfir valmynd
19. október 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Niðurstöður rannsóknar um kynbundinn launamun og launamyndun

Félagsmálaráðherra kynnti í dag niðurstöður könnunar Capacent á kynbundnum launamun og launamyndun. Rannsóknin er liður í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Rannsóknin er endurtekning á rannsókn sem gerð var árið 1994 um þá þætti sem hafa áhrif á laun og starfsframa kvenna og karla. Rannsóknin tók til fjögurra opinberra fyrirtækja og fjögurra einkafyrirtækja — þeirra sömu og tóku þátt í könnunni 1994. Markmiðið með könnuninni var að fá fram stöðu mála og kanna hvort sömu þættir hafi enn áhrif á launamál karla og kvenna sem og stöðu þeirra almennt á vinnumarkaði.

Allnokkrar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi og starfsháttum í þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í könnuninni. Þær breytingar sem helst hafa orðið eru þær að vinnutími karla og kvenna í fullu starfi hefur styst, konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf þeirra til starfs hafa breyst nokkuð. Þetta hefði að öllum líkindum átt að verða til þess að draga úr launamun karla og kvenna en munurinn er nánast sá sami og árið 1994. Þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma er óútskýrður munur á launum karla og kvenna nú 15,7%, þ.e. konur eru með 15,7% lægri laun en karlar, en munurinn var 16% árið 1994. Minni munur er nú milli karla og kvenna í hópi stjórnenda en áður. Kynbundinn launamunur er minnstur í þeirri starfsstétt en þar eru konur með um 7,5% lægri heildarlaun en karlar.

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Magnús StefánssonFélagsmálaráðherra hefur ákveðið að kalla saman hóp færustu sérfræðinga á þessu sviði til að meta stöðuna í kjölfar skýrslunnar og leggja á ráðin um aðgerðir. Ráðherra hefur einnig ákveðið að taka málið upp á ríkisstjórnarfundi á morgun, föstudag, þar sem vakin er athygli á niðurstöðu rannsóknarinnar og næstu skref ákveðin. Jafnframt mun nefnd þeirri sem nú vinnur að endurskoðun jafnréttislaganna falið að yfirfara niðurstöðurnar með tilliti til nauðsynlegra breytinga á lögunum.

Skjal fyrir Acrobat ReaderSkýrsla rannsóknar um kynbundinn launamun og launamyndun (PDF 2.174 KB)

Skjal fyrir Acrobat ReaderViðauki við skýrslu rannsóknar um kynbundinn launamun og launamyndun (PDF, 1.481 KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum