Hoppa yfir valmynd
14. maí 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ný starfsstöð Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna verður opnuð 18. maí

Ný starfsstöð Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna verður opnuð í Sóltúni 26 í Reykjavík mánudaginn 18. maí kl. 9.00.

Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að efla eigi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna til að stytta biðtíma eftir viðtölum. Miðað er við að átta til tíu starfsmenn starfi á nýrri starfsstöð við Sóltún 26. Einnig er verið að efla starfsemina á Hverfisgötu 6 með fjölgun starfsmanna.

Starfsstöðin í Sóltúni er sett á laggirnar tímabundið en lagt verður reglubundið mat á þörf fyrir áframhaldandi starfsemi. Margir hafa lagt hönd á plóginn við að koma upp nýrri starfsstöð Ráðgjafarstofunnar á afar skömmum tíma og er vonast til að þetta verði til þess að bæta þjónustu og leiðbeiningar við þá sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum.

Tenging frá vef ráðuneytisinsHeimasíða Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum