Hoppa yfir valmynd
15. október 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýjar kannanir á heimilisofbeldi

Niðurstöður tveggja nýrra kannana sem gerðar hafa verið í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda til að sporna við ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi voru kynntar í dag.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur til áranna 2006–2011. Einn liður í henni er framkvæmd viðamikillar rannsóknar á ofbeldi karla gegn konum og ber félags- og tryggingamálaráðuneytið ábyrgð á þessum þætti.

Rannsóknin skiptist í fimm hluta og lauk fyrsta hluta hennar síðastliðið vor. Í henni var rætt við konur á aldrinum 18–80 ára og leiddu niðurstöður meðal annars í ljós að um 22% kvenna hafa einhvern tíma á ævinni verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að um fjórðungur barna þar sem ofbeldi á sér stað í nánum samböndum hafi vitneskju um eða hafi orðið vitni að ofbeldi gegn móður.

Þeir hlutar rannsóknarinnar sem kynntir voru í dag lúta annars vegar að félagsþjónustu og barnavernd og hins vegar að grunnskólunum.

Félagsþjónusta og barnavernd

Rætt var við starfsfólk félagsþjónustu og barnaverndar í níu sveitarfélögum á landinu. Markmiðið var að fá yfirlit yfir á hvern hátt þessar stofnanir bregðast við þegar kona leitar aðstoðar vegna heimilisofbeldis og fá fram hugmyndir til úrbóta á þjónustunni.

Grunnskólar

Rætt var við skólastjóra í tíu grunnskólum víðs vegar á landinu. Markmiðið var að fá mynd af því hvernig skólinn bregst við þegar barn þarfnast hjálpar vegna ofbeldis gegn móður á heimili þess og fá fram hugmyndir til úrbóta á þjónustunni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum