Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar

Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar verður haldið í samstarfi Endurmenntunar Háskóla Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytisins í febrúar. Samkvæmt húsaleigulögum mega þeir einir reka miðlun um leiguhúsnæði, þ.e. koma á leigusamningi, annast framleigu eða skipti á leiguhúsnæði, sem hlotið hafa til þess sérstakt leyfi félags- og tryggingamálaráðherra. Til að fá leyfi þarf að ljúka námskeiði og prófi. Lögfræðingar eru undanþegnir námskeiði og próftöku.

Prófnefnd leigumiðlara heldur námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar nú í febrúar ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er haldið samkvæmt húsaleigulögum, nr. 36/1994,  og reglugerð um leigumiðlun, nr. 675/1994. Þátttöku ber að tilkynna til Endurmenntunar Háskóla Íslands eigi síðar en 26. janúar næstkomandi.

Endurmenntun Háskóla Íslands annast skráningu og veitir nánari upplýsingar.

Upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu Endurmenntunar HÍ

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum