Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir til atvinnumála kvenna

Auglýst er eftir styrkjum til atvinnumála kvenna sem félags- og tryggingamálaráðherra veitir ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir króna til úthlutunar.

Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til 7. febrúar. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, til vöruþróunar, markaðsmála, vegna efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt.

Nýmæli í styrkveitingununum að þessu sinni er að hluti fjárins sem er til ráðstöfunar verður eyrnamerktur atvinnulausum konum sem hafa góðar viðskiptahugmyndir. Skilyrði er að þær hafi sótt um styrk hjá Vinnumálastofnun til að þróa eigin viðskiptahugmynd en það úrræði er eitt af vinnumarkaðsúrræðum stofnunarinnar. 

Nánari upplýsingar á heimasíðu Vinnumálastofnunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum