Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Daglega fá um 80 ungmenni ráðgjöf hjá miðstöð átaksins Ungt fólk til athafna

11.02.10-ungt-folk
11.02.10-ungt-folk

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, heimsótti þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar við Engjateig í morgun, ræddi við starfsfólk og atvinnuleitendur og kynnti sér námskeið og úrræði fyrir fólk í atvinnuleit. Hann heimsótti einnig miðstöð átaksins Ungt fólk til athafna við Suðurlandsbraut.

Ánægja ungmenna með fjölbreytni verkefna í átakinu Ungt fólk til athafna

Í miðstöð átaksins Ungt fólk til athafna koma daglega um 80 ungmenni og fá leiðsögn og ráðgjöf um þá fjölbreyttu möguleika sem þeim stendur nú til boða. Má meðal annars nefna að í næstu viku hefja 40 ungmenn nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem ásóknin er mest í listnám og iðngreinar. Þá er mikil ásókn í ferðaþjónustunám í Menntaskólanum í Kópavogi. Mikill áhugi er líka á sjálfboðaliðastörfum hjá Rauða krossi Íslands og Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Í óformlegu spjalli við hóp ungmenna sem voru á námskeiði til að kynna sér úrræðin og velja sér verkefni kom fram mikil ánægja með fjölbreytt úrræði og einhverjir sögðu að meira væri í boði en þau hefðu átt von á og erfitt væri að velja.

Gagnleg og árangursrík námskeið fyrir fullorðna atvinnuleitendur

Ráðherra heimsótti einnig þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar við Engjateig í morgun. 11.02.10-fullorðnirAukið atvinnuleysi hefur þyngt vinnuálag á skrifstofunni mikið og ræddi ráðherra við starfsfólk og atvinnuleitendur um stöðu og horfur. Ráðherra heilsaði meðal annars upp á þátttakendur í vinsælu námskeiði, Vinnuklúbbur – BTM; breytingar, tækifæri, markmið. Á námskeiðinu takast þáttakendur á við breytingar í lífi sínu í kjölfar atvinnumissis og skoða stöðu sína í víðu samhengi. Í góðu spjalli kom fram að þátttakendur eru mjög ánægðir með námskeiðið, efni þess og innihald. Að sögn forsvarsmanna hafa 80% þeirra sem sótt hafa námskeiðið komist aftur út á vinnumarkaðinn.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum