Hoppa yfir valmynd
12. mars 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Auglýst eftir styrkumsóknum til verkefna tengdum Evrópuári gegn fátækt

Evrópa gegn fátækt
Evrópa gegn fátækt

Félags- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna Evrópuárs 2010 sem er tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Til ráðstöfunar eru 35 milljónir króna. Verkefni og rannsóknir verða að jafnaði styrkt um að hámarki 80% af heildarkostnaði verkefnis. Mótframlagið getur verið í formi vinnuframlags eða fjármagns. Verkefnum og rannsóknum skal ljúka á árinu 2010.

Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja verkefni sem auka fjölbreytni við úrræði og námskeið til að bæta aðstæður tekjulágra hópa og fjölskyldna, atvinnulausra og fólks með skerta starfsgetu, verkefni sem vinna gegn fordómum sem einstaklingar upplifir vegna aðstæðna sinna og sem ýta undir félagslega virkni fólks sem hætt er við einangrun vegna langtímaatvinnuleysis eða bágra aðstæðna.

Verkefni geta til dæmis verið í formi rannsókna, átaksverkefna, námskeiða, fræðslu og kynningarherferða.

Umsóknir um verkefni sem fjalla einnig um mismunun á grundvelli aldurs, kyns, fötlunar, kynþáttar og uppruna, kynhneigðar eða trúar eru litnar jákvæðum augum.

Styrkir verða almennt veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Einstaklingum verða að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna.

Umsóknarfrestur er til 2. apríl næstkomandi.

Sótt skal um styrk á sérstöku umsóknareyðublaði sem unnt er að nálgast í afgreiðslu félags- og tryggingamálaráðuneytisins eða hér að neðan.

Nánari upplýsingar veitir félags- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 545 8100, eða í tölvupósti: [email protected]

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum